Færeyskir fjölmiðlar greyna frá því að Færeyingurinn Áki Samuelsen hafi ákveðið að ganga til liðs við Ranheim sem leikur í norsku B-deildinni.
Félag hans, HB í Þórshöfn, hafði samþykkt tilboð frá Víkingi Reykjavík og Ranheim og ákvað Áki að velja norska liðið.
Félag hans, HB í Þórshöfn, hafði samþykkt tilboð frá Víkingi Reykjavík og Ranheim og ákvað Áki að velja norska liðið.
Vefsíðan in.fo segir að leikmaðurinn hafi verið með riftunarákvæði í samningi sínum.
Áki er tvítugur, U21 landsliðsmaður Færeyja, og spilar sem sóknarmiðjumaður eða á vængjunum. Hann skoraði 12 mörk í færeysku Betri-deildinni í fyrra.
Athugasemdir