Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marmoush lætur sögusagnir ekki trufla sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dino Toppmöller þjálfari Eintracht Frankfurt segir að allar sögusagnirnar í kringum framtíð Omar Marmoush, stjörnuleikmanns liðsins, hafi engin áhrif á hann.

Englandsmeistarar Manchester City eru að gera sig líklega til að festa kaup á Marmoush sem hefur verið í banastuði með Frankfurt á tímabilinu þar sem hann hefur komið með beinum hætti að 31 marki í 25 leikjum.

Marmoush skoraði eina mark leiksins er Frankfurt sigraði á útivelli gegn St. Pauli um helgina og verður í byrjunarliðinu gegn Freiburg annað kvöld.

„Ég er í góðu sambandi við Omar og þessi orðrómur virðist ekki hafa nein áhrif á hann. Hann var frábær á æfingu í dag með liðsfélögunum og hann verður í byrjunarliðinu á morgun," sagði Toppmöller og benti á að það er ekki víst að Man City takist að kaupa Marmoush.

Frankfurt vill 80 milljónir evra fyrir leikmanninn sinn en Man City er aðeins tilbúið til að borga 60 milljónir.

„Við erum ekki búnir að finna arftaka fyrir Omar því það er ekki víst að hann verði seldur í glugganum."
Athugasemdir
banner
banner
banner