Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 13:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik skipti um búninga í hálfleik
Breiðablik byrjaði leikinn í grænu.
Breiðablik byrjaði leikinn í grænu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með öruggan sigur af hólmi gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í Lengjubikar kvenna í dag.

Agla María Albertsdóttir gerði þrennu, Karitas Tómasdóttir tvennu og voru þær Birta Georgsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir með sitt hvort markið.

Lokatölur 7-0 fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Breiðablik ákvað að skipta um búninga í hálfleik.

„Ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því, hvort að dómurunum hafi fundist treyjurnar of líkar," sagði Helena Ólafsdóttir sem lýsti leiknum.

Breiðablik byrjaði leikinn í grænum treyjum en spilaði í hvítum í seinni hálfleik. Stjarnan spilaði leikinn í bláum búningum.
Athugasemdir
banner
banner
banner