Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jóhann Berg með mark í flottum sigri Burnley
Markaskorarnir Matt Lowton og Jóhann Berg.
Markaskorarnir Matt Lowton og Jóhann Berg.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 3 Burnley
0-1 Johann Gudmundsson ('5 )
0-2 Jay Rodriguez ('10 )
0-3 Matthew Lowton ('47 )

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum fyrir Burnley þegar liðið hafði betur gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu. Jóhann Berg kláraði gríðarlega vel eftir að hafa fengið boltann í teignum. Íslenski landsliðsmaðurinn er núna búinn að skora í tveimur leikjum í röð en hann gerði einnig mark gegn Aston Villa í síðasta deildarleik.

Jóhann Berg er búinn að jafna sig af erfiðum meiðslum og er kominn á fulla ferð sem er mikið gleðiefni varðandi landsleikina þrjá í undankeppni HM í næsta mánuði.

Jay Rodriguez bætti við öðru marki fyrir Burnley á tíundu mínútu og kom þriðja mark Burnley í byrjun seinni hálfleiks þegar bakvörðurinn Matt Lowton skoraði fallegt mark. Lowton hljóp upp frá miðlínunni og sendi boltann á Rodriguez, fékk hann aftur og smellti honum fagmannlega í netið.

Burnley sigldi sigrinum þægilega heim en varð fyrir áfalli undir lokin þegar miðvörðurinn Ben Mee fékk slæmt höfuðhögg. Hann þurfti að yfirgefa völlinn á börum en vonandi er það ekki alvarlegt.

Burnley er komið upp í 15. sæti með þessum sigri. Crystal Palace er í 13. sæti með þremur stigum meira. Palace hefur spilað einum leik meira en Burnley.

Klukkan 16:30 hefst leikur Manchester City og Tottenham. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner