Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. febrúar 2023 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool sannfærandi gegn Everton
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool 2 - 0 Everton
1-0 Mohamed Salah ('36)
2-0 Cody Gakpo ('49)


Liverpool er loksins komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjú töp og eitt jafntefli í síðustu fjórum umferðum.

Liverpool mætti Everton í nágrannaslagnum mikla og var leikurinn nokkuð jafn í fyrri hálfleik. Everton byrjaði betur en Liverpool tók völdin eftir því sem tók að líða á leikinn.

Mohamed Salah kom Liverpool yfir með marki eftir frábæra skyndisókn þar sem Darwin Nunez spretti upp völlinn með boltann og gaf svo fyrir. James Tarkowski hafði skallað boltann í stöngina á hinum enda vallarins aðeins 15 sekúndum fyrr.

Cody Gakpo byrjaði leikinn og tvöfaldaði hann forystu heimamanna eftir glæsilega sókn í byrjun síðari hálfleiks. Sú sókn endaði með fullkominni sendingu frá Trent Alexander-Arnold og auðvelt fyrir Gakpo að klára af stuttu færi.

Liverpool var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og komst nálægt því að gera þriðja markið en það gekk ekki upp.

Á lokakaflanum sauð allt uppúr eftir samskipti Jordan Pickford og Andy Robertson, þar sem Conor Coady og fleiri gerðu úlfalda úr mýflugu. Það var mikið um rifrildi á milli manna og meðal annars var Amadou Onana brjálaður út í Kostas Tsimikas í átökunum þrátt fyrir að hvorugur þeirra hafi verið inná vellinum þegar þau áttu sér stað.

Liverpool er með 32 stig eftir 21 umferð, níu stigum frá Newcastle í Meistaradeildarsæti en með leik til góða.

Everton er áfram í fallsæti, með 18 stig eftir 22 umferðir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner