Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. febrúar 2023 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Gummi lagði upp - PAOK tapaði stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tvö af Íslendingaliðum gríska boltans mættu til leiks í dag og átti Guðmundur Þórarinsson stoðsendingu í flottum sigri OFI Crete á útivelli.


Gummi var ekki í byrjunarliði Krítar en kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar eftir 60 mínútna leik, í stöðunni 0-2. Undir lok leiksins átti Gummi stoðsendingu fyrir fjórða markið sem gulltryggði sigur gestanna frá Krít.

Krít lagði botnlið Lamia að velli og er með 23 stig eftir 22 umferðir - tíu stigum fyrir ofan fallsæti.

Sverrir Ingi Ingason var þá á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem tapaði tveimur stigum með grátlegum hætti í dag.

PAOK var með tveggja marka forystu á Asteras Tripolis allt þar til í uppbótartímanum, þegar heimamenn í Tripolis náðu að jafna með tveimur mörkum á þremur mínútum. 

Afar svekkjandi fyrir PAOK sem er í þriðja sæti deildarinnar og getur misst það til Olympiakos síðar í kvöld.

Lamia 1 - 4 OFI Crete

Asteras Tripolis 2 - 2 PAOK


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner