Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag alltaf haft trú á Rashford: Getur skorað meira
Mynd: EPA

„Hann er vafalaust einn af bestu framherjum Evrópu. Hann hefur hæfileikana sem þarf, ég var sannfærður um það frá fyrsta degi," segir Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, um framherjann fjölhæfa Marcus Rashford sem er í fantaformi undir hans stjórn.


25 ára gamall Rashford er búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum eftir heimsmeistaramótið í Katar, auk þess að hafa gefið fjórar stoðsendingar.

„Ég var gríðarlega spenntur fyrir því að vinna með honum því ég hélt að ég gæti náð meira út úr honum. Hann býr yfir svo miklum hæfileikum að ég held að hann geti orðið enn betri heldur en hann hefur verið undanfarnar vikur.

„Þið spurðuð mig í ágúst eða september hvort ég teldi mig hafa leikmann í liðinu sem gæti skorað yfir 20 mörk á tímabili og ég svaraði játandi. Núna hafið þið fengið staðfestingu á því."

Rashford er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eftir Erling Haaland, Harry Kane og Ivan Toney.

„Það sem er mikilvægast fyrir Marcus núna er að halda áfram að spila einn leik í einu og aldrei vera sáttur með ástandið. Hann verður að halda áfram að reyna að bæta sig á hverjum degi.

„Þegar leikmenn verða sáttir með stöðu mála þá er það mjög fljótt að þróast yfir í leti. Hann þarf að mæta með grimmt hugarfar í hvern einasta leik og ef hann gerir það þá mun hann jafnvel skora ennþá meira heldur en að undanförnu."


Athugasemdir
banner
banner
banner