Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   fim 13. febrúar 2025 21:19
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var frábær sigur, virkilega flottur sigur. Við bjuggumst við að leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og hann spilaðist. Við þurftum að þjást á löngum köflum en svo þurftum við líka að geta haldið vel í boltann þegar við fengum hann. Við þurftum svolítið að hvíla okkur með boltann," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir frábæran 2 - 1 sigur á Panathinaikos í Helsinki í kvöld en um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er alltaf erfiðara að elta boltann og það er misskilningur þegar alltaf er verið að biðja menn um að hvíla sig með boltann þá halda þeir að þeir geti bara hvílt sig. Þú þarft að halda áfram að hlaupa og bjóða þig og vinna fyrir því að vera með boltann. Við gerðum það vel á köflum í dag. Þetta var hjartað sem strákarnir sýndu í leiknum, allan leikinn. Þeir stoppuðu ekkert og slökktu aldrei á sér. Þetta var akkúrat frammistaðan sem ég bað þá um."

Þetta var fyrsti leikur Sölva eftir að hann tók við Víkingi sem aðalþjálfari. Hann var ánægður með samvinnuna með þjálfarateyminu.

„Ég verð að hrósa teyminu mínu. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að uppleggi fyrir þennan leik og það hafa verið langar kvöldvaktir hjá öllu teyminu. Ég gæti ekki verið sáttari með teymið og vinnuframlagið þeirra. Þetta var virkilega sætt. Þetta er fyrsta starfið mitt og fyrsti leikurinn og það var óöryggi. 'Er ég að gera rétt' og svoleiðis og þetta var ágætis staðfesting á að ég er á réttri leið. Einvígið er samt langt frá því að vera búið, við erum að fara til Aþenu og spila á móti Panathinaikos á þeirra heimavelli. Við þurfum nákvæmlega svona frammistöðu ef við ætlum að eiga einhverja séns í þá."

Nánar er rætt við Sölva í spilaranum að ofan. Hann ræðir frammistöðu Helga Guðjónssonar sem spilaði úr stöðu og Sveins Gísla Þorkelssonar sem fékk stórt tækifæri í kvöld og stóð sig vel. Hann talaði einnig um Ingvar Jónsson markvörð.

„Svona þekkjum við Ingvar, þegar kemur að stóru leikjunum þá skilar hann sínu. Hann hefur verið okkar fremsti markvörður í langan tíma og brást okkur ekki í þetta skiptið. Hann er hrikalega flottur. Ég gæti haldið svona áfram með allt liðið en ég er mest sáttur hvað þeir héldu einbeitingu allan leikinnn og slökuðu aldrei á."
Athugasemdir
banner