Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 13. febrúar 2025 21:19
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var frábær sigur, virkilega flottur sigur. Við bjuggumst við að leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og hann spilaðist. Við þurftum að þjást á löngum köflum en svo þurftum við líka að geta haldið vel í boltann þegar við fengum hann. Við þurftum svolítið að hvíla okkur með boltann," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir frábæran 2 - 1 sigur á Panathinaikos í Helsinki í kvöld en um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er alltaf erfiðara að elta boltann og það er misskilningur þegar alltaf er verið að biðja menn um að hvíla sig með boltann þá halda þeir að þeir geti bara hvílt sig. Þú þarft að halda áfram að hlaupa og bjóða þig og vinna fyrir því að vera með boltann. Við gerðum það vel á köflum í dag. Þetta var hjartað sem strákarnir sýndu í leiknum, allan leikinn. Þeir stoppuðu ekkert og slökktu aldrei á sér. Þetta var akkúrat frammistaðan sem ég bað þá um."

Þetta var fyrsti leikur Sölva eftir að hann tók við Víkingi sem aðalþjálfari. Hann var ánægður með samvinnuna með þjálfarateyminu.

„Ég verð að hrósa teyminu mínu. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að uppleggi fyrir þennan leik og það hafa verið langar kvöldvaktir hjá öllu teyminu. Ég gæti ekki verið sáttari með teymið og vinnuframlagið þeirra. Þetta var virkilega sætt. Þetta er fyrsta starfið mitt og fyrsti leikurinn og það var óöryggi. 'Er ég að gera rétt' og svoleiðis og þetta var ágætis staðfesting á að ég er á réttri leið. Einvígið er samt langt frá því að vera búið, við erum að fara til Aþenu og spila á móti Panathinaikos á þeirra heimavelli. Við þurfum nákvæmlega svona frammistöðu ef við ætlum að eiga einhverja séns í þá."

Nánar er rætt við Sölva í spilaranum að ofan. Hann ræðir frammistöðu Helga Guðjónssonar sem spilaði úr stöðu og Sveins Gísla Þorkelssonar sem fékk stórt tækifæri í kvöld og stóð sig vel. Hann talaði einnig um Ingvar Jónsson markvörð.

„Svona þekkjum við Ingvar, þegar kemur að stóru leikjunum þá skilar hann sínu. Hann hefur verið okkar fremsti markvörður í langan tíma og brást okkur ekki í þetta skiptið. Hann er hrikalega flottur. Ég gæti haldið svona áfram með allt liðið en ég er mest sáttur hvað þeir héldu einbeitingu allan leikinnn og slökuðu aldrei á."
Athugasemdir
banner