Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 13. febrúar 2025 21:19
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var frábær sigur, virkilega flottur sigur. Við bjuggumst við að leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og hann spilaðist. Við þurftum að þjást á löngum köflum en svo þurftum við líka að geta haldið vel í boltann þegar við fengum hann. Við þurftum svolítið að hvíla okkur með boltann," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir frábæran 2 - 1 sigur á Panathinaikos í Helsinki í kvöld en um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er alltaf erfiðara að elta boltann og það er misskilningur þegar alltaf er verið að biðja menn um að hvíla sig með boltann þá halda þeir að þeir geti bara hvílt sig. Þú þarft að halda áfram að hlaupa og bjóða þig og vinna fyrir því að vera með boltann. Við gerðum það vel á köflum í dag. Þetta var hjartað sem strákarnir sýndu í leiknum, allan leikinn. Þeir stoppuðu ekkert og slökktu aldrei á sér. Þetta var akkúrat frammistaðan sem ég bað þá um."

Þetta var fyrsti leikur Sölva eftir að hann tók við Víkingi sem aðalþjálfari. Hann var ánægður með samvinnuna með þjálfarateyminu.

„Ég verð að hrósa teyminu mínu. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að uppleggi fyrir þennan leik og það hafa verið langar kvöldvaktir hjá öllu teyminu. Ég gæti ekki verið sáttari með teymið og vinnuframlagið þeirra. Þetta var virkilega sætt. Þetta er fyrsta starfið mitt og fyrsti leikurinn og það var óöryggi. 'Er ég að gera rétt' og svoleiðis og þetta var ágætis staðfesting á að ég er á réttri leið. Einvígið er samt langt frá því að vera búið, við erum að fara til Aþenu og spila á móti Panathinaikos á þeirra heimavelli. Við þurfum nákvæmlega svona frammistöðu ef við ætlum að eiga einhverja séns í þá."

Nánar er rætt við Sölva í spilaranum að ofan. Hann ræðir frammistöðu Helga Guðjónssonar sem spilaði úr stöðu og Sveins Gísla Þorkelssonar sem fékk stórt tækifæri í kvöld og stóð sig vel. Hann talaði einnig um Ingvar Jónsson markvörð.

„Svona þekkjum við Ingvar, þegar kemur að stóru leikjunum þá skilar hann sínu. Hann hefur verið okkar fremsti markvörður í langan tíma og brást okkur ekki í þetta skiptið. Hann er hrikalega flottur. Ég gæti haldið svona áfram með allt liðið en ég er mest sáttur hvað þeir héldu einbeitingu allan leikinnn og slökuðu aldrei á."
Athugasemdir
banner