Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 13. febrúar 2025 21:19
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Sölvi stýrði sínum fyrsta leik með Víking í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var frábær sigur, virkilega flottur sigur. Við bjuggumst við að leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og hann spilaðist. Við þurftum að þjást á löngum köflum en svo þurftum við líka að geta haldið vel í boltann þegar við fengum hann. Við þurftum svolítið að hvíla okkur með boltann," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir frábæran 2 - 1 sigur á Panathinaikos í Helsinki í kvöld en um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er alltaf erfiðara að elta boltann og það er misskilningur þegar alltaf er verið að biðja menn um að hvíla sig með boltann þá halda þeir að þeir geti bara hvílt sig. Þú þarft að halda áfram að hlaupa og bjóða þig og vinna fyrir því að vera með boltann. Við gerðum það vel á köflum í dag. Þetta var hjartað sem strákarnir sýndu í leiknum, allan leikinn. Þeir stoppuðu ekkert og slökktu aldrei á sér. Þetta var akkúrat frammistaðan sem ég bað þá um."

Þetta var fyrsti leikur Sölva eftir að hann tók við Víkingi sem aðalþjálfari. Hann var ánægður með samvinnuna með þjálfarateyminu.

„Ég verð að hrósa teyminu mínu. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að uppleggi fyrir þennan leik og það hafa verið langar kvöldvaktir hjá öllu teyminu. Ég gæti ekki verið sáttari með teymið og vinnuframlagið þeirra. Þetta var virkilega sætt. Þetta er fyrsta starfið mitt og fyrsti leikurinn og það var óöryggi. 'Er ég að gera rétt' og svoleiðis og þetta var ágætis staðfesting á að ég er á réttri leið. Einvígið er samt langt frá því að vera búið, við erum að fara til Aþenu og spila á móti Panathinaikos á þeirra heimavelli. Við þurfum nákvæmlega svona frammistöðu ef við ætlum að eiga einhverja séns í þá."

Nánar er rætt við Sölva í spilaranum að ofan. Hann ræðir frammistöðu Helga Guðjónssonar sem spilaði úr stöðu og Sveins Gísla Þorkelssonar sem fékk stórt tækifæri í kvöld og stóð sig vel. Hann talaði einnig um Ingvar Jónsson markvörð.

„Svona þekkjum við Ingvar, þegar kemur að stóru leikjunum þá skilar hann sínu. Hann hefur verið okkar fremsti markvörður í langan tíma og brást okkur ekki í þetta skiptið. Hann er hrikalega flottur. Ég gæti haldið svona áfram með allt liðið en ég er mest sáttur hvað þeir héldu einbeitingu allan leikinnn og slökuðu aldrei á."
Athugasemdir
banner
banner