Mirror greinir frá því að það sé staðfest að Trent Alexander-Arnold mun ekki geta spilað úrslitaleik deildabikarsins, gegn Newcastle, á Wembley á laugardag.
Hann fór meiddur af velli gegn PSG í Meistaradeildinni en meiðslin eru þó ekki það alvarleg að tímabilinu sé lokið hjá honum.
Hann fór meiddur af velli gegn PSG í Meistaradeildinni en meiðslin eru þó ekki það alvarleg að tímabilinu sé lokið hjá honum.
Alexander-Arnold missti líka af úrslitaleik deildabikarsins í fyrra, þegar Liverpool vann Chelsea.
Þetta er högg fyrir Liverpool sem var þegar án Conor Bradley og Joe Gomez. Jarell Quansah kom inn í hægri bakvörðinn fyrir Alexander-Arnold gegn PSG en hann hentar betur sem miðvörður.
Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, velur sinn fyrsta landsliðshóp á morgun og Alexander-Arnold átti að sjálfsögðu að vera í honum.
Leikmaðurinn er mögulega á sínu síðasta tímabili með Liverpool en samningur hans rennur út í sumar og Real Madrid vill semja við hann.
Athugasemdir