Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   lau 13. maí 2023 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alltaf langað að skora sigurmark á heimavelli KR - „Kemur örugglega úr Kársnesskóla"
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vissulega ljúf, það er ekki gefið að koma hérna og fá þrjá punkta, en við lögðum vinnuna í það og mér finnst við eiga þá skilið," sagði Gísli Eyjólfsson, markaskorari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum mestallan tímann. Boltinn var auðvitað mikið úr leik, mikið í háloftunum og það var mikið um einvígi og báráttu. Mér fannst við vera yfir í þeim hlutum."

Sigurinn er sá fjórði í röð hjá Breiðabliki. „Við fögnum þessum sigri í kvöld með Eurovision en svo kemur bara næsti leikur eftir þetta."

Hvernig var að spila á vellinum í dag?

„Þetta er allt öðruvísi en á rennisléttu gervigrasi. Við þurftum að gera áherslubreytingar, þetta snerist um að vinna öll einvígin og sýna meiri baráttu. Það fannst mér skila í lokin því Klæmint vinnur sitt einvígi, Höggi vinnur sitt einvígi og þannig búa þeir til færið fyrir mig."

Gerir menn í kringum sig miklu betri
Spurður út í sigurmarkið hafði Gísli þetta að segja:

„Ótrúlega gaman, mig hefur alltaf langað til að skora sigurmark á þessum frábæra velli. Það rættist í dag."

„Þetta kemur örugglega úr Kársnesskóla með Högga, en Klæmint er búinn að koma ótrúlega sterkur inn í þetta. Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja, vinnur svo vel fyrir liðið og gerir leikmenn í kringum sig miklu betri."

„Við hefðum verið til í að skora miklu fyrr en KRingar voru þéttir og grjótharðir. Það var erfitt að búa til færi í þessum leik í dag, hrós til KRinga. En svo í lokin þá loksins datt þetta,"
sagði Gísli að lokum.
Athugasemdir