Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
   lau 13. maí 2023 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alltaf langað að skora sigurmark á heimavelli KR - „Kemur örugglega úr Kársnesskóla"
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vissulega ljúf, það er ekki gefið að koma hérna og fá þrjá punkta, en við lögðum vinnuna í það og mér finnst við eiga þá skilið," sagði Gísli Eyjólfsson, markaskorari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum mestallan tímann. Boltinn var auðvitað mikið úr leik, mikið í háloftunum og það var mikið um einvígi og báráttu. Mér fannst við vera yfir í þeim hlutum."

Sigurinn er sá fjórði í röð hjá Breiðabliki. „Við fögnum þessum sigri í kvöld með Eurovision en svo kemur bara næsti leikur eftir þetta."

Hvernig var að spila á vellinum í dag?

„Þetta er allt öðruvísi en á rennisléttu gervigrasi. Við þurftum að gera áherslubreytingar, þetta snerist um að vinna öll einvígin og sýna meiri baráttu. Það fannst mér skila í lokin því Klæmint vinnur sitt einvígi, Höggi vinnur sitt einvígi og þannig búa þeir til færið fyrir mig."

Gerir menn í kringum sig miklu betri
Spurður út í sigurmarkið hafði Gísli þetta að segja:

„Ótrúlega gaman, mig hefur alltaf langað til að skora sigurmark á þessum frábæra velli. Það rættist í dag."

„Þetta kemur örugglega úr Kársnesskóla með Högga, en Klæmint er búinn að koma ótrúlega sterkur inn í þetta. Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja, vinnur svo vel fyrir liðið og gerir leikmenn í kringum sig miklu betri."

„Við hefðum verið til í að skora miklu fyrr en KRingar voru þéttir og grjótharðir. Það var erfitt að búa til færi í þessum leik í dag, hrós til KRinga. En svo í lokin þá loksins datt þetta,"
sagði Gísli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner