Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   lau 13. maí 2023 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alltaf langað að skora sigurmark á heimavelli KR - „Kemur örugglega úr Kársnesskóla"
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vissulega ljúf, það er ekki gefið að koma hérna og fá þrjá punkta, en við lögðum vinnuna í það og mér finnst við eiga þá skilið," sagði Gísli Eyjólfsson, markaskorari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum mestallan tímann. Boltinn var auðvitað mikið úr leik, mikið í háloftunum og það var mikið um einvígi og báráttu. Mér fannst við vera yfir í þeim hlutum."

Sigurinn er sá fjórði í röð hjá Breiðabliki. „Við fögnum þessum sigri í kvöld með Eurovision en svo kemur bara næsti leikur eftir þetta."

Hvernig var að spila á vellinum í dag?

„Þetta er allt öðruvísi en á rennisléttu gervigrasi. Við þurftum að gera áherslubreytingar, þetta snerist um að vinna öll einvígin og sýna meiri baráttu. Það fannst mér skila í lokin því Klæmint vinnur sitt einvígi, Höggi vinnur sitt einvígi og þannig búa þeir til færið fyrir mig."

Gerir menn í kringum sig miklu betri
Spurður út í sigurmarkið hafði Gísli þetta að segja:

„Ótrúlega gaman, mig hefur alltaf langað til að skora sigurmark á þessum frábæra velli. Það rættist í dag."

„Þetta kemur örugglega úr Kársnesskóla með Högga, en Klæmint er búinn að koma ótrúlega sterkur inn í þetta. Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja, vinnur svo vel fyrir liðið og gerir leikmenn í kringum sig miklu betri."

„Við hefðum verið til í að skora miklu fyrr en KRingar voru þéttir og grjótharðir. Það var erfitt að búa til færi í þessum leik í dag, hrós til KRinga. En svo í lokin þá loksins datt þetta,"
sagði Gísli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner