Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 13. maí 2023 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alltaf langað að skora sigurmark á heimavelli KR - „Kemur örugglega úr Kársnesskóla"
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vissulega ljúf, það er ekki gefið að koma hérna og fá þrjá punkta, en við lögðum vinnuna í það og mér finnst við eiga þá skilið," sagði Gísli Eyjólfsson, markaskorari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum mestallan tímann. Boltinn var auðvitað mikið úr leik, mikið í háloftunum og það var mikið um einvígi og báráttu. Mér fannst við vera yfir í þeim hlutum."

Sigurinn er sá fjórði í röð hjá Breiðabliki. „Við fögnum þessum sigri í kvöld með Eurovision en svo kemur bara næsti leikur eftir þetta."

Hvernig var að spila á vellinum í dag?

„Þetta er allt öðruvísi en á rennisléttu gervigrasi. Við þurftum að gera áherslubreytingar, þetta snerist um að vinna öll einvígin og sýna meiri baráttu. Það fannst mér skila í lokin því Klæmint vinnur sitt einvígi, Höggi vinnur sitt einvígi og þannig búa þeir til færið fyrir mig."

Gerir menn í kringum sig miklu betri
Spurður út í sigurmarkið hafði Gísli þetta að segja:

„Ótrúlega gaman, mig hefur alltaf langað til að skora sigurmark á þessum frábæra velli. Það rættist í dag."

„Þetta kemur örugglega úr Kársnesskóla með Högga, en Klæmint er búinn að koma ótrúlega sterkur inn í þetta. Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja, vinnur svo vel fyrir liðið og gerir leikmenn í kringum sig miklu betri."

„Við hefðum verið til í að skora miklu fyrr en KRingar voru þéttir og grjótharðir. Það var erfitt að búa til færi í þessum leik í dag, hrós til KRinga. En svo í lokin þá loksins datt þetta,"
sagði Gísli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner