Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 13. maí 2023 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alltaf langað að skora sigurmark á heimavelli KR - „Kemur örugglega úr Kársnesskóla"
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
'Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vissulega ljúf, það er ekki gefið að koma hérna og fá þrjá punkta, en við lögðum vinnuna í það og mér finnst við eiga þá skilið," sagði Gísli Eyjólfsson, markaskorari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum mestallan tímann. Boltinn var auðvitað mikið úr leik, mikið í háloftunum og það var mikið um einvígi og báráttu. Mér fannst við vera yfir í þeim hlutum."

Sigurinn er sá fjórði í röð hjá Breiðabliki. „Við fögnum þessum sigri í kvöld með Eurovision en svo kemur bara næsti leikur eftir þetta."

Hvernig var að spila á vellinum í dag?

„Þetta er allt öðruvísi en á rennisléttu gervigrasi. Við þurftum að gera áherslubreytingar, þetta snerist um að vinna öll einvígin og sýna meiri baráttu. Það fannst mér skila í lokin því Klæmint vinnur sitt einvígi, Höggi vinnur sitt einvígi og þannig búa þeir til færið fyrir mig."

Gerir menn í kringum sig miklu betri
Spurður út í sigurmarkið hafði Gísli þetta að segja:

„Ótrúlega gaman, mig hefur alltaf langað til að skora sigurmark á þessum frábæra velli. Það rættist í dag."

„Þetta kemur örugglega úr Kársnesskóla með Högga, en Klæmint er búinn að koma ótrúlega sterkur inn í þetta. Það er svakaleg nærvera (presence) í þessum gæja, vinnur svo vel fyrir liðið og gerir leikmenn í kringum sig miklu betri."

„Við hefðum verið til í að skora miklu fyrr en KRingar voru þéttir og grjótharðir. Það var erfitt að búa til færi í þessum leik í dag, hrós til KRinga. En svo í lokin þá loksins datt þetta,"
sagði Gísli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner