Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. júní 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Torreira: Markið gegn Tottenham stendur upp úr
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira gekk í raðir Arsenal frá Sampdoria síðasta sumar.

Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ var settur hægt og rólega inn í byrjunarliðið af Unai Emery og var fljótlega orðinn fastamaður.

Arsenal gekk ekkert alltof vel í jólatörninni á leiktíðinni en leikur sem Arsenal stuðningsmenn og Torreira munu ekki gleyma er 4-2 sigur þeirra á Tottenham.

Þar skoraði Torreira sitt fyrsta mark fyrir Arsenal og segir hann það eftirminnilegasta augnablikið á leiktíðinni.

„Fyrsti Norður-Lundúnarslagurinn var ógleymanlegur. Við vissum að þetta væri mikilvægur leikur og andrúmsloftið var magnað," sagði Torreira.

„Við urðum að gefa stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Þetta var skemmtilegur leikur. Við komumst yfir en þeir svöruðu með tveimur mörkum en við kláruðum þetta svo með þremur í röð."

„Það var frábært að skora. Þetta hafði mikla þýðingu og að skora í nágrannaslag er það besta sem getur gerst fyrir leikmann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner