banner
   sun 13. júní 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen ekki fengið Covid og ekki bólusettur heldur
Mynd: EPA
Líðan Christian Eriksen, leikmanns Danmerkur og Inter, á sjúkrahúsi er stöðug eftir að hann hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í gær.

Hann fór í hjartastopp en snögg viðbrögð aðila á vellinum björguðu lífi hans.

Það er ekki enn búið að koma í ljós nákvæmlega af hverju þetta gerðist. Það fóru af stað sögur á veraldarvefnum um að Covid og bóluefni hefðu eitthvað tengst þessu öllu saman, en Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir það kjaftæði. Hann segir að Eriksen sé ekki bólusettur.

„Hann var ekki búinn að fá Covid og er ekki bólusettur heldur," sagði Marotta.

Eriksen er á sjúkrahúsi þar sem hann hefur gengist undir rannsóknir. Enn á eftir að gefa út um það hvað olli þessu, eins og áður segir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner