Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. júní 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bale útilokar ekki Cardiff
Bale er 32 ára.
Bale er 32 ára.
Mynd: EPA
Gareth Bale segist ekki vita hvort hann muni spila félagsliðafótbolta á næsta tímabili en útilokar ekki að ganga í raðir heimafélags síns, Cardiff City í ensku Championship-deildinni.

Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff, er að reyna að fá Bale til félagsins. Bale sjálfur segir að mörg félög hafi sýnt sér áhuga.

„Það er feikilega mikilvægt að ég taki rétt skref. Það eru ýmsir möguleikar í boði," segir Bale sem er frjáls ferða sinna eftir níu ár hjá Real Madrid.

Bale hjálpaði Wales að tryggja sér sæti á HM í Katar en það verður fyrsta heimsmeistaramót Wales síðan 1958.

Bale var spurður að því hvort það kæmi til greina að fara til Cardiff?

„Ég get voðalega lítið sagt. Ég hef ekki hugsað of mikið um framtíðina. Ég þarf að ræða við fjölskylduna, landsliðsþjálfarann og sjúkraþjálfara Wales. Ég þarf að sjá til þess að ég sé í eins góðu standi á HM og mögulegt erm" segir Bale.
Athugasemdir
banner