Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brobbey missir af EM - Zirkzee fer í staðinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hollendingar neyðast til að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum sem keppir á EM í Þýskalandi á skömmum tíma eftir að framherjinn Brian Brobbey meiddist.

Brobbey missir af Evrópumótinu eftir að hafa átt frábært tímabil í hollenska boltanum og verið einn af fáum björtum punktum á miklu vonbrigðatímabili hjá stórveldinu Ajax.

Joshua Zirkzee er kallaður upp í landsliðshópinn í hans stað, en Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna í ítalska boltanum.

Zirkzee er 23 ára gamall og sýndi frábæra takta með Bologna á nýliðnu tímabili þar sem hann kom að 19 mörkum í 37 leikjum.

Zirkzee hefur einnig spilað fyrir FC Bayern, Parma og Anderlecht á ferlinum auk þess að hafa verið ein skærasta stjarnan í unglingalandsliðum Hollands.

Þessi afar leikni sóknarleikmaður á 21 mark í 45 leikjum fyrir yngri landslið Hollands og gæti þreytt frumraun sína með A-landsliðinu á EM.

AC Milan hefur miklar mætur á Zirkzee og vill kaupa hann í sumar, en Arsenal og Manchester United hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Athugasemdir
banner