Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   fim 13. júní 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar þriðja árið í röð.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Gríðarlega ánægður. Flottur leikur hjá okkur í dag, spiluðum á móti sterku liði Fram og vinnum 3-0 og mér fannst við eiga góða frammistöðu," sagði Haddi.

„Við vorum ótrúlega duglegir. Vorum tilbúnir að berjast fyrri hvorn annan. Við vorum búnir að tala um að bikarinn gæti verið gulrót fyrir okkur í sumar, þetta er búið að vera erfið brekka fyrir okkur í sumar og oft geta svona leikir skotið manni í gang. Við erum orðnir bikarlið, þriðja árið í röð sem við förum í undanúrslit og ætlum okkur alla leið."

Haddi hrósaði Fram gríðarlega mikið að lokum þar sem KA fékk að nýta völlinn þeirra í Evrópuævintýrinu sínu á síðustu leiktíð.

„Svona sigrar gefa manni. Fram er uppáhalds lið okkar KA manna í Reykjavík. Komu ótrúlega vel fram við okkur í fyrra í Evrópuævintýrinu og voru tilbúnir að leggja okkur þvílíka hjálparhönd. Við erum miklir Framarar hérna fyrir norðanen samt vildi ég vinna leikinn og sem betur fer tókst það," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner
banner