Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 13. júní 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar þriðja árið í röð.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Gríðarlega ánægður. Flottur leikur hjá okkur í dag, spiluðum á móti sterku liði Fram og vinnum 3-0 og mér fannst við eiga góða frammistöðu," sagði Haddi.

„Við vorum ótrúlega duglegir. Vorum tilbúnir að berjast fyrri hvorn annan. Við vorum búnir að tala um að bikarinn gæti verið gulrót fyrir okkur í sumar, þetta er búið að vera erfið brekka fyrir okkur í sumar og oft geta svona leikir skotið manni í gang. Við erum orðnir bikarlið, þriðja árið í röð sem við förum í undanúrslit og ætlum okkur alla leið."

Haddi hrósaði Fram gríðarlega mikið að lokum þar sem KA fékk að nýta völlinn þeirra í Evrópuævintýrinu sínu á síðustu leiktíð.

„Svona sigrar gefa manni. Fram er uppáhalds lið okkar KA manna í Reykjavík. Komu ótrúlega vel fram við okkur í fyrra í Evrópuævintýrinu og voru tilbúnir að leggja okkur þvílíka hjálparhönd. Við erum miklir Framarar hérna fyrir norðanen samt vildi ég vinna leikinn og sem betur fer tókst það," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner