Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Verð að vera duglegri að setja hann
Pálmi Rafn: Einhverju leiti þá þurfum við að gera betur
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
   fim 13. júní 2024 21:10
Daníel Darri Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Hungraðir í sigra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alveg kærkomið búið að vera svoldið erfitt að kyngja þessum jafnteflum höfum verið að spila vel og komið með góðar frammistöður en ekki tekið öll stigin en það hlaut að koma að því, það sýnir hugafarið og klefinn er geggjaður og í heildina var þetta sterk frammistaða". Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir frábæran 3-0 sigur á Gróttu.


Lestu um leikinn: Grótta 0 -  3 ÍBV

„Frá 1 mínútu og þar til bara flautað var af þá var bara rosalegur fókus og sigurvilji í þessum leik maður sá það alveg bara nánast inn í klefa fyrir leik að við erum orðnir þreyttir á þessum jafnteflum og orðnir hungraðir í sigur og hungraðir í að spila góðan fótbolta sem við höfum verið að gera með fínum frammistöðum en þessi var extra, það var extra í dag frá öllum".

Jón Ingason skoraði fyrsta mark leiksins og var það gullfallegt mark og Hemmi var aðspurður út í það?

„Neinei, við fengum þó nokkur færi en hann er með rosalegan vinstri fót þannig það létti svona rosalega mikið á okkur að fá eitt svona mark snemma".

Stórleikur við Aftureldingu næsti leikur hvernig leggst hann í þig?

„Rosalega vel eins og ég segji við erum á góðum stað frammistöðulega séð og erum hungraðir í sigra og þetta var  lykil leikur fyrir okkur að jafntefli gefur svo lítið að ná í sterkan sigur gegn Gróttu sem voru ósigraðir fyrir þennan leik, þetta er jöfn deild og mörg öflug lið".

Viðtalið við Hemma má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner