Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle býður aftur í Trafford
Mynd: Burnley
Newcastle United er staðráðið í því að kaupa markvörðinn James Trafford frá Burnley í sumar.

Talið er að Newcastle hafi þegar náð samkomulagi við Trafford um launamál en eigi eftir að semja við Burnley um kaupverð.

Burnley hafnaði fyrsta tilboði Newcastle en búist er við að félagið sé að undirbúa endurbætt tilboð sem mun hljóða upp á 15 milljónir punda með árangurstengdum aukagreiðslum.

Manchester City á 20% endursölurétt í Trafford og fær því einn fimmta af kaupverðinu sem Newcastle mun greiða ef félaginu tekst að festa kaup á markverðinum.

Trafford er 21 árs gamall og er aðalmarkvörður U21 landsliðs Englands. Hann var aðalmarkvörður Burnley á síðustu leiktíð en þar áður lék hann með Jóni Daða Böðvarssyni á láni hjá Bolton.

Trafford gekk til liðs við Man City þegar hann var 12 ára gamall og var hjá félaginu í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner