Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 13. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Bara einn leikur í einu
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson var kátur eftir 1-2 sigur í Kaplakrika í kvöld þegar liðið sótti Fimleikafélagið heim.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við erum mjög sáttir. Hörkuleikur og mjög gott FH lið. Við vissum það til þess að eiga möguleika þurftum við að leggja okkur fram og strákarnir hlupu og unnu ótrúlega vel fyrir öllu í kvöld og það skilaði þessum 3 stigum."

Fylkismennirnir hlupu endalaust og lokuðu í flestum tilfellum á allar aðgerðir Fimleikafélagsins í kvöld og gaf það góða mynd af því þegar Þórður Hafþórsson fær krampa eftir rétt tæpan klukkutíma leik.

„Menn eru tilbúnir að hlaupa endalaust og berjast hver fyrir annan og Þórður er einn af þeim og allir aðrir. Menn voru klárir í þetta."

Hvert var upplegg Fylkismanna í kvöld?

„Við ákvaðum að reyna sækja aðeins bakvið og það skilaði fyrra markinu og dauðafærið sem Hákon fær undir lok fyrri hálfleiks og svo ákváðum við að vera aðeins þéttir til baka og reyna að refsa með skyndiskóknum."

Fylkismenn eru komnir með 4 sigurleiki í röð og var Atli spurður hvort það hljóti ekki að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir áframhaldið í deildinni?

„Já það gerir það, en það er auðvitað bara einn leikur í einu, við fögnum þessu bara vel í kvöld og svo er endurheimt"

Sam Hewson snéri til baka eftir meiðsli þegar honum var skipt inná í síðari hálfleik og var Atli spurður út í endurkomu hans

„Sam er frábær leikmaður og kom hrikalega sterkur inn hér í kvöld. Hann er búin að vera óheppinn með sín meiðsli, en hann á eftir að nýtast okkur hrikalega vel í næstu leikjum og út tímabilið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner