Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 13. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Bara einn leikur í einu
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson var kátur eftir 1-2 sigur í Kaplakrika í kvöld þegar liðið sótti Fimleikafélagið heim.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við erum mjög sáttir. Hörkuleikur og mjög gott FH lið. Við vissum það til þess að eiga möguleika þurftum við að leggja okkur fram og strákarnir hlupu og unnu ótrúlega vel fyrir öllu í kvöld og það skilaði þessum 3 stigum."

Fylkismennirnir hlupu endalaust og lokuðu í flestum tilfellum á allar aðgerðir Fimleikafélagsins í kvöld og gaf það góða mynd af því þegar Þórður Hafþórsson fær krampa eftir rétt tæpan klukkutíma leik.

„Menn eru tilbúnir að hlaupa endalaust og berjast hver fyrir annan og Þórður er einn af þeim og allir aðrir. Menn voru klárir í þetta."

Hvert var upplegg Fylkismanna í kvöld?

„Við ákvaðum að reyna sækja aðeins bakvið og það skilaði fyrra markinu og dauðafærið sem Hákon fær undir lok fyrri hálfleiks og svo ákváðum við að vera aðeins þéttir til baka og reyna að refsa með skyndiskóknum."

Fylkismenn eru komnir með 4 sigurleiki í röð og var Atli spurður hvort það hljóti ekki að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir áframhaldið í deildinni?

„Já það gerir það, en það er auðvitað bara einn leikur í einu, við fögnum þessu bara vel í kvöld og svo er endurheimt"

Sam Hewson snéri til baka eftir meiðsli þegar honum var skipt inná í síðari hálfleik og var Atli spurður út í endurkomu hans

„Sam er frábær leikmaður og kom hrikalega sterkur inn hér í kvöld. Hann er búin að vera óheppinn með sín meiðsli, en hann á eftir að nýtast okkur hrikalega vel í næstu leikjum og út tímabilið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir