Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 13. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Bara einn leikur í einu
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson var kátur eftir 1-2 sigur í Kaplakrika í kvöld þegar liðið sótti Fimleikafélagið heim.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við erum mjög sáttir. Hörkuleikur og mjög gott FH lið. Við vissum það til þess að eiga möguleika þurftum við að leggja okkur fram og strákarnir hlupu og unnu ótrúlega vel fyrir öllu í kvöld og það skilaði þessum 3 stigum."

Fylkismennirnir hlupu endalaust og lokuðu í flestum tilfellum á allar aðgerðir Fimleikafélagsins í kvöld og gaf það góða mynd af því þegar Þórður Hafþórsson fær krampa eftir rétt tæpan klukkutíma leik.

„Menn eru tilbúnir að hlaupa endalaust og berjast hver fyrir annan og Þórður er einn af þeim og allir aðrir. Menn voru klárir í þetta."

Hvert var upplegg Fylkismanna í kvöld?

„Við ákvaðum að reyna sækja aðeins bakvið og það skilaði fyrra markinu og dauðafærið sem Hákon fær undir lok fyrri hálfleiks og svo ákváðum við að vera aðeins þéttir til baka og reyna að refsa með skyndiskóknum."

Fylkismenn eru komnir með 4 sigurleiki í röð og var Atli spurður hvort það hljóti ekki að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir áframhaldið í deildinni?

„Já það gerir það, en það er auðvitað bara einn leikur í einu, við fögnum þessu bara vel í kvöld og svo er endurheimt"

Sam Hewson snéri til baka eftir meiðsli þegar honum var skipt inná í síðari hálfleik og var Atli spurður út í endurkomu hans

„Sam er frábær leikmaður og kom hrikalega sterkur inn hér í kvöld. Hann er búin að vera óheppinn með sín meiðsli, en hann á eftir að nýtast okkur hrikalega vel í næstu leikjum og út tímabilið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner