banner
   mán 13. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Binni Hlö gerði mistök en baðst um leið afsökunar: Ekki í lagi
Lengjudeildin
Brynjar Hlöðversson biðst afsökunar.
Brynjar Hlöðversson biðst afsökunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson, reynslumikill leikmaður Leiknis R., gerði mistök í 5-2 sigrinum á Fram í Lengjudeildinni á laugardag.

Í leiknum lét hann frá sér orðin: „Ertu geðsjúkur". Hann sá hins vegar um leið að hann gerði slæm mistök og baðst afsökunar. Brynjar deilir þessu sjálfur á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Í fótboltaleik áðan sagði ég í hita leiksins "ertu geðsjúkur?" Sá strax eftir því og baðst afsökunar. Ekki í lagi," skrifar Brynjar.

Ljónvarpið, sem er hlaðvarp um Leikni, skrifar undir færsluna: „Bókstaflega strax! Upphátt, til allra innan 200 metra radíuss. Ekki bara "strax eftir leik". Takk fyrir það."

Hér að neðan má sjá færsluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner