Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Orri tekur aftur við Einherja (Staðfest)
Mynd: Einherji
Einherji á Vopnafirði hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Jón Orri Ólafsson er tekinn aftur við liðinu.

„Jón Orri er Vopnfirðingum vel kunnur enda búsettur þar og fyrrum leikmaður og þjálfari félagsins. Jón lék síðast með Einherja sumarið 2014 en þjálfaði liðið sumarið 2018 með góðum árangri," segir í tilkynningu Einherja.

Það sumar endaði liðið í sjötta sæti 3. deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá toppsætinu, ásamt því að fara í skemmtilegt bikarævintýri sem endaði í Vestmannaeyjum.

Með Jóni Orra koma tveir fyrrum leikmenn inn í þjálfarateymið og verða honum innan handar; þeir Símon Svavarsson og Ívar Örn Grétarsson. Stjórn Einherja er virkilega spennt fyrir ráðningunni sem og Jón Orri sjálfur. Hann hefur störf strax í dag og mun stýra liðinu gegn KFG í Garðabænum um næstu helgi.

Einherji er á botni 3. deildar, þremur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner