Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Flott spilamennska ekki nóg gegn Zagreb
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Valur 0 - 2 Dinamo Zagreb (2-5 samanlagt)
0-1 Luka Ivanusec ('31)
0-2 Mislav Orsic ('88)

Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tvo tapleiki gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb.

Valur tapaði fyrst í Zagreb en átti góða möguleika á að koma til baka í seinni leiknum, sem var í kvöld.

Fyrsti hálftíminn var nokkuð jafn en gestirnir tóku forystuna þegar Valsarar sofnuðu á verðinum. Luka Ivanusec slapp þá í gegn eftir sendingu upp völlinn, komst auðveldlega framhjá Rasmus Christiansen, og kláraði með góðu skoti.

Króatarnir komust nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé en voru óheppnir að skora ekki.

Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en Valsmenn tóku völdin er tók að líða á klukkuna. Kristinn Freyr Sigurðsson átti gott skot úr dauðafæri á 69. mínútu en Danijel Zagorac varði meistaralega.

Valsmenn komust í góðar stöður og fengu fín færi en inn vildi boltinn ekki og refsuðu gestirnir með marki á lokamínútunum. Mislav Orsic, sem lék með Króatíu á EM, skoraði þá með flottu skoti eftir fyrirgjöf.

Zagreb verðskuldar að fara áfram í næstu umferð en Valsarar geta gengið stoltir frá velli eftir þennan seinni hálfleik. Þeir voru óheppnir að skora ekki jöfnunarmark.

Valur fer niður í Sambandsdeildina og mætir þar annað hvort Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt eða Pólverjunum í Legia Varsjá sem unnu fyrri leikinn 3-2.

Sjá textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner