Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 13. júlí 2021 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þingkona biðst afsökunar á ummælum sínum um Rashford
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Þingkona í Íhaldsflokknum í Bretlandi hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í garð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United og enska landsliðsins.

Natalie Elphicke lét býsna léleg ummæli falla í skilaboðum - sem láku út - eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins.

Rashford var einn af þremur leikmönnum Englands sem klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni.

Í einkaskilaboðum til kollega sinna sagði hún: „Þeir töpuðu. Væri lélegt að leggja til að Rashford hefði átt að verja meiri tíma í að fullkomna leik sinn og minni tíma í stjórnmál."

Rashford hefur háð mikla baráttu í Bretlandi svo fátæk börn fái að borða. Hann hefur lagt mikla pressu á stjórnmálamenn og gert það vel.

Elphicke hefur beðist afsökunar á þessum miður gáfulegu ummælum sínum, þar sem Rashford hefur sinn ótrúlega mikilvægu starfi; starfi sem þingmenn hafa vanrækt eins og Elphicke hafa vanrækt.
Athugasemdir
banner
banner
banner