þri 13. ágúst 2019 09:25
Magnús Már Einarsson
Eriksen frítt til Juventus?
Powerade
Eriksen verður samningslaus næsta sumar.
Eriksen verður samningslaus næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Neymar gæti farið aftur til Barcelona.
Neymar gæti farið aftur til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins er nóg af sögum af Neymar og margt fleira! BBC tók saman.



Lögmenn PSG sáust mæta á skrifstofur Barcelona í vikunni til að ræða sölu á Nymar. (AS)

Real Madrid hefur ennþá áhuga á Neymar og ætlar að hætta við Paul Pogba (26) ef þau kaup ganga upp. (Sun)

PSG virðist hafa hætt að selja treyjur merktar Neymar í verslun sinni. (Marca)

Lionel Messi (32) er búinn að hringja í Neymar til að sannfæra hann um að koma aftur til Barcelona frekar en að fara til Real Madrid. (Marca)

Manchester United hefur áhyggjur af því að Pogba hafi gefið í skyn að hann geti verið á förum í sumar. (Mirror)

Juventus ætlar að reyna að fá Christian Eriksen (27) frítt frá Tottenham þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Metro)

Tottenham er tilbúið að tvöfalda laun Eriksen og bjóða honum nálægt 200 þúsund pundum í vikulaun til að halda honum. (Mail)

Bayern Munchen er í viðræðum um að fá Philippe Coutinho (27) á láni frá Barcelona. (AS)

Daniel Sturridge (29) er að fara að ákveða framtíð sína en hann er með tilboð frá þrettán félögum. Fenerbahce í Tyrklandi hefur meðal annars boðið Sturridge samning upp á 60 þúsund pund í laun á viku. (Telegraph)

Wilfried Zaha (26) hefur ákveðið að leggja deilur sínar við stjórn Crystal Palace til hliðar og leggja allt í sölurnar með liðinu. Mamadou Sakho kallaði eftir þessu á fundi með leikmönnum. (Sun)

Gareth Bale (30) er tilbúinn að bíða utan liðs hjá Real Madrid þar til félagaskiptaglugginn í Kína opnar í nóvember eða þar til Zinedine Zidane verður rekinn. (Mail)

Inter Miami, lið David Beckham, vill fá Edinson Cavani þegar samningur hans hjá PSG rennur út næsta sumar. (Fox Deportes)

Liverpool er tilbúið að samþykkja 15 milljóna evra (13,9 milljón punda) tilboð í miðvörðinn Dejan Lovren. AC Milan og Roma hafa sýnt áhuga. (Liverpool Echo)

Matteo Darmian, varnarmaður Manchester United, fer til Inter þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Star)

Wissam Ben Yedder (29), framherji Sevila, er á leið til Mónakó á 40 milljónir evra. (L'Equipe)

Liverpool getur ekki kallað Loris Karius (26) til baka úr láni frá Besiktas eftir meiðsli Alisson því Karius er einnig meiddur þessa dagana. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner