þri 13. ágúst 2019 22:30
Oddur Stefánsson
Klopp um Frappart: Loksins!
Mynd: Getty Images
Það verður söguleg stund í leik Liverpool og Chelsea þegar liðin berjast um Ofurbikarinn í Istanbul en það verður í fyrsta sinn sem kvennmannsdómari dæmir risaleik í UEFA keppni karla.

Stepahnie Frappart verður sá dómari sem skrifar nafn sitt í sögubækurnar en Juregen Klopp tekur mjög vel í ráðningu Frappart.

„Loksins, ég held að það sé kominn tími til. Ég er með mikla reynslu af kvenkyns dómurum frá þýskalandi,"sagði Klopp.„En það tók langan tíma áður en hún var talin nógu góð. Ekki af leikmönnum heldur öðrum dómurum."

„Þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist sem gerir þetta sérstakt en ég vona að þetta sé ekki í síðasta sinn."

Frank Lampard þjálfari Chelsea er sammála Klopp og telur gríðarlegu vinsældi HM kvenna í sumar sanna að konur eigi skilið að fá fleiri leiki á svona stóru sviði.

„Ég er mjög ánægður að vera hluti af þessari stund, það var líka kominn tími til." sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner