Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Karitas aftur í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Karitas Sigurðardóttir er komin aftur í Val eftir að hafa verið í láni hjá ÍA.

Guðrún spilaði þrjá leiki fyrir ÍA í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark. Hún spilaði þá einn leik í Mjólkurbikar kvenna fyrir Skagaliðið.

Guðrún var að stíga upp úr meiðslum þegar hún gerði eins mánaða lánssamning við ÍA í síðasta mánuði. Hún snýr núna aftur til Íslandsmeistara Vals.

Hún hóf ferilinn með ÍA en lék fyrir Stjörnuna og KR áður en hún hélt í Hlíðarnar til að spila með Val 2018.

Guðrún hefur spilað í efstu deild síðustu sex ár og býr yfir dýrmætri reynslu. Hún á 48 keppnisleiki að baki fyrir ÍA, 34 fyrir Stjörnuna, 25 fyrir Val og 17 fyrir KR.

Þá hefur hún spilað fyrir öll yngri landslið Íslands frá U16 til U19.

Valur er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar. Stefnt er á það að hefja aftur leik í íslenska boltanum um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner