Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 13. ágúst 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Matuidi til Inter Miami (Staðfest)
Inter Miami hefur fengið franska landsliðsmanninn Blaise Matuidi í sínar raðir frá Juventus.

Inter Miami er nýtt félag í MLS-deildinni en það er í eigu David Beckham.

Hinn 33 ára gamli Matuidi átti ár eftir af samningi sínum hjá Juventus en hann komst að samkomulagi um starfslok þar.

Matuidi kom til Juventus frá PSG árið 2017 en síðan þá hefur hann skorað átta mörk í 133 leikjum.

Hann varð þrívegis ítalskur meistari með Juventus auk þess að vinna bikarinn árið 2018.

Athugasemdir
banner