
„Þetta er ansi svekkjandi, bara mjög svekkjandi. Þetta tapast ekki í þessum leik, við höfum misstígið okkur í nokkrum leikjum og svo að lokum er það þessi leikur," sagði Karitas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tap gegn Val í kvöld.
Eru Valskonur búnar komnar með titilinn?
„Ég vona ekki en það virðist stefna í það ef þær misstíga sig ekki."
Eru Valskonur búnar komnar með titilinn?
„Ég vona ekki en það virðist stefna í það ef þær misstíga sig ekki."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Valur
„Þær voru að loka svolítið vel á okkur í dag og þetta var bara stál í stál. Það er búið að vera gerast svolítið hjá okkur að við fáum á okkur mark snemma og í dag náum við ekki að svara. Við vorum oft ansi nálægt því en bara datt ekki í dag."
„Nú þurfum við bara að stefna á annað sætið og erum að horfa á framhaldið: Meistaradeildina og ná bikar í bikarúrslitunum," sagði Karitas.
Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir