Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   þri 13. ágúst 2024 15:32
Elvar Geir Magnússon
Sammi óskar eftir fjármagni fyrir gluggadagskaupum
Sammi á vellinum.
Sammi á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs Vestra er einn skemmtilegasti karakter íslenska fótboltans og hann elskar gluggadaginn. Sammi er oft kallaður 'eigandi Vestra' til gamans og hann vonast eftir að bæta við sig leikmanni áður en glugganum verður lokað á miðnætti.

Sammi leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með á gluggadeginum.

„Í dag er gluggadagur; einn skemmtilegasti dagurinn í íslenskum fótbolta. Þá eru liðin að reyna að styrkja sig. Það er alltaf eitthvað óvænt; Þessi fer þangað og hinn fer hingað. Við Vestramenn ætlum að reyna að bæta allavega einum leikmanni í hópinn í dag," segir Sammi á Instagram síðu sinni, á meðan hann keyrir um götur Ísafjarðar.

„Ég leyfi ykkur að fylgjast með þessu. Það þarf margt að ganga upp en áfram gakk."

Hann segir svo að Vestri eigi gríðarlega mikið af góðum bakhjörlum og sjálfboðaliðum.

„En ef það eru einhverjir fleiri þarna úti sem vilja leggja okkur lið, þá bara leggið inn," segir Sammi sem fer nýjar leiðir og birtir reikningsupplýsingar fyrir þá aðila sem vilja hjálpa til við að styrkja lið Vestra.

Liðið er markatölunni frá því að vera í fallsæti í Bestu deildinni en gerði gott jafntefli við Víking á útivelli í síðustu umferð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
2.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner