Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 14:43
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Everton: Gylfi á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum er Everton heimsækir Tottenham í áhugaverðum slag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kólumbíska stórstjarnan James Rodriguez tekur sæti Gylfa Þórs í byrjunarliðinu. Hann byrjar frammi ásamt Richarlison og Dominic Calvert-Lewin sem leiða sóknarlínu gestanna.

Abdoulaye Doucoure, Allan og Andre Gomes eru á miðjunni og tekur Yerry Mina byrjunarliðssæti hins meidda Mason Holgate.

Matt Doherty og Pierre-Emile Hojbjerg eru í byrjunarliði Tottenham. Jose Mourinho teflir fram fjögurra manna varnarlínu þar sem Eric Dier byrjar við hlið Toby Alderweireld í hjarta varnarinnar.

Harry Winks byrjar á miðjunni við hlið Hojbjerg og er sóknarlínan afar öflug, þar sem Dele Alli, Heung-min Son, Lucas Moura og Harry Kane eru allir inná.

Tanguy Ndombele byrjar á bekknum ásamt Steven Bergwijn.

Tottenham: Lloris, Doherty, Alderweireld, Dier, Davies, Hojbjerg, Winks, Alli, Son, Kane, Lucas Moura.
Varamenn: Hart, Sanchez, Lamela, Sissoko, Bergwijn, Aurier, Ndombele.

Everton: Pickford, Coleman, Mina, Keane, Digne, Allan, Gomes, Doucoure, James, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Kenny, Sigurðsson, Walcott, Bernard, Davies, Kean.
Athugasemdir
banner
banner
banner