Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. september 2020 16:42
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski bikarinn: Hoffenheim þurfti vítaspyrnur - Paderborn áfram
Kramaric bjargaði Hoffenheim frá vandræðalegu tapi.
Kramaric bjargaði Hoffenheim frá vandræðalegu tapi.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor, fyrirliði Darmstadt, er að spila við Magdeburg.
Guðlaugur Victor, fyrirliði Darmstadt, er að spila við Magdeburg.
Mynd: Getty Images
Þýski bikarinn er farinn af stað og munaði minnstu að Hoffenheim hefði verið slegið út af D-deildarliði Chemnitzer í dag.

Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn náðu að jafna og fara með leikinn í framlengingu.

Leikmenn Chemnitzer tóku forystuna á 100. mínútu en Kramaric jafnaði með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og því þurfti að útkljá viðureignina með vítaspyrnukeppni. Þar hafði Hoffenheim betur.

Paderborn og Sandhausen eru þá komin áfram í næstu umferð ásamt Bayer Leverkusen og Stuttgart.

Samúel Kári Friðjónsson og Rúrik Gíslason voru ekki í hóp.

Guðlaugur Victor Pálsson er aftur á móti í byrjunarliði Darmstadt sem heimsækir Magdeburg.

Chemnitzer 2 - 2 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('48 )
1-1 Kevin Freiberger ('59 )
2-1 Christian Bickel ('100 )
2-2 Andrej Kramaric ('111 , víti)
2-3 í vítaspyrnukeppni

Elversberg 4 - 2 St. Pauli
0-1 Marvin Knoll ('8 )
1-1 Luca Schnellbacher ('13 )
2-1 Patryk Dragon ('23 )
3-1 Robin Fellhauer ('48 )
4-1 Luca Schnellbacher ('67 )
4-1 Israel Suero ('73 , Misnotað víti)
4-2 Rico Benatelli ('78 )

Hansa 0 - 1 Stuttgart
0-1 Silas Wamangituka ('42 )

Kaiserslautern 1 - 1 Regensburg
0-1 Albion Vrenezi ('4 )
1-1 Kevin Kraus ('64 )
3-4 í vítaspyrnukeppni
Rautt spjald: Nicolas Wahling, Regensburg ('90)

Norderstedt 0 - 7 Bayer Leverkusen
0-1 Lars Bender ('4 )
0-2 Nadiem Amiri ('10 )
0-3 Lucas Alario ('12 )
0-4 Florian Wirtz ('21 )
0-5 Charles Aranguiz ('30 )
0-6 Nadiem Amiri ('31 )
0-7 Patrik Schick ('77 )

Rielasingen-Arlen 1 - 7 Holstein Kiel
1-0 Daniel Niedermann ('3 )
1-1 Hauke Wahl ('15 )
1-2 Janni Serra ('19 )
1-3 Lee Jae Sung ('22 )
1-4 Lee Jae Sung ('24 )
1-5 Fin Bartels ('29 )
1-6 Finn Porath ('63 )
1-7 Fabian Reese ('86 )

Steinbach 1 - 2 Sandhausen
0-1 Julius Biada ('23 )
1-1 Sascha Marquet ('40 )
1-2 Julius Biada ('45 )

Wiedenbruck 0 - 5 Paderborn
0-1 Sven Michel ('24 )
0-2 Dennis Srbeny ('32 )
0-3 Dennis Srbeny ('45 )
0-4 Dennis Srbeny ('58 )
0-5 Chris Fuhrich ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner