Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 13. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líflína fyrir Chilwell
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum talkSPORT þá verður Ben Chilwell tekinn aftur í leikmannahópinn hjá Chelsea, en hann hefur ekki æft með liðinu að undanförnu.

Chilwell átti ekki að vera í hlutverki á Stamford Bridge í vetur og var sagt að hann gæti fundið sér annað lið. Það hefur ekki tekist.

Núna er búist við því að enski vinstri bakvörðurinn verði valinn í leikmannahópinn hjá Chelsea í úrvalsdeildinni.

Chilwell var orðaður við Manchester United í sumar en ekkert varð úr því að hann færi. Ekki er búist við því að hann fari úr þessu.

Hann er 27 ára og samningsbundinn Chelsea fram á sumarið 2027. Hann kom til Chelsea frá Leicester sumarið 2020.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, tjáði sig svo um Chilwell á fréttamannafundi í dag. „Ben er ennþá hérna svo við munum setjast niður með honum og finna lausn. Á þessari stundu er hann ekki að æfa með okkur. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið að æfa með liðinu var sú að hugmyndin var að hann færi. En við fundum ekki lausn og hann mun líklega byrja að æfa með hópnum. Ef hann byrjar að æfa með okkur, þá verður hann einn af okkar leikmönum."
Athugasemdir
banner
banner
banner