Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 13. september 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Þórður tekur við U19 kvenna - Margrét í önnur verkefni
Þórður Þórðarson.
Þórður Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Magnúsdóttir.
Margrét Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þórðarson hefur tekið við aðalþjálfari U19 landsliðs kvenna. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins.

KSÍ tilkynnti í dag að breytingar hefðu verið gerðar á þjálfaraskipan yngri landsliða kvenna.

Margrét Magnúsdóttir lætur af starfi sem þjálfari U19 liðsins og tekur við Hæfileikamótun KSÍ og þjálfun U15 landsliðs kvenna. Samhliða þeim verkefnum mun Margrét einnig sinna starfi þjálfara U23 landsliðs kvenna.

„Mikil ánægja hefur verið með störf Margrétar hjá KSÍ og vill sambandið lýsa yfir ánægju sinni með það að Margrét taki þessi mikilvægu verkefni að sér," segir á heimasíðu KSÍ.

Þórður lætur af störfum sem þjálfari U16 og U17 kvenna. Þórður er margreyndur þjálfari og var m.a. landsliðsþjálfari U19 kvenna árin 2014-2021 ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U16 og U17 kvenna á sama tímabili.

Eftir stendur, í framhaldi af þessum breytingum, að skipa þjálfara fyrir U16 og U17 landslið kvenna og eru þau mál í skoðun.

Guðni Þór ráðinn á skrifstofu KSÍ
Þá hefur KSÍ ráðið Guðna Þór Einarsson í starf á innanlandssviði á skrifstofu KSÍ og mun hann hefja störf 1. október næstkomandi. Meginverkefni eru umsjón með félagaskiptum leikmanna, skráning samninga leikmanna og utanumhald með leikmannalistum.

Guðni, sem hætti í vikunni sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK, mun einnig sinna ýmsum málum í tengslum við umsýslu móta, auk annarra tilfallandi verkefna.
Athugasemdir
banner
banner
banner