Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. október 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Dagný í úrslitakeppni - Gunnhildur situr eftir
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Deildarkeppninni í bandarísku kvennadeildinni lauk síðastliðna nótt og framundan er úrslitakeppni.

Utah Royals með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur innanborðs endaði mótið ekki vel og fer ekki í úrslitakeppni. Utah hafði tapað fjórum leikjum í röð áður en liðið vann 2-1 sigur á Houston Dash fyrir framan tæplega 10 þúsund manns í Utah liðna nótt.

Gunnhildur lék allan leikinn fyrir Utah og byrjaði hún í hægri bakverði.

Utah endaði í sjötta sæti, fjórum stigum frá úrslitakeppninni. Portland Thorns, lið Dagnýjar Brynjarsdóttur, mun hins vegar taka þátt í úrslitakeppninni.

Dagný kom inn af varamannabekknum á 64. mínútu er Portland gerði markalaust jafntefli við Washington Spirit.

Portland endar í þriðja sæti og verður eitt fjögurra liða sem tekur þátt í úrslitakeppninni. Portland mætir Chicago Red Stars, liðinu sem hafnaði í öðru sæti, í undanúrslitunum.

Portland varð meistari árið 2017 með og var Dagný einnig í liðinu þá.

Þess má geta að það mættu 24.500 manns á leikinn hjá Portland gegn Washington. Mætingin á leikina í Portland hefur verið til háborinnar fyrirmyndar.

Athugasemdir
banner
banner
banner