Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. október 2019 18:42
Baldvin Már Borgarsson
Þjálfari Andorra: Við erum í vandræðum á miðsvæðinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Koldo Álvarez, þjálfari Andorra sat fyrir svörum á blaðamannafundi rétt í þessu og talaði um leik Íslands og Andorra sem fer fram á morgun klukkan 18:45. Koldo var bjartsýnn á að ná að stríða Íslenska liðinu en sagði þó að Ísland muni koma til með að halda boltanum allan leikinn.

„Á morgun fáum við tækifæri til að halda áfram með okkar vegferð, við unnum síðasta leik gegn Moldovíu og höfum trú á að við getum náð í jákvæð úrslit. Ísland mun stjórna leiknum og halda boltanum í 90 mínútur en við vitum að ef við leggjum hart að okkur og nýtum tækifærin okkar getur allt gerst.''

Andorra er að glíma við meiðsli á miðsvæðinu og svo eru líka bönn lykilmanna að stríða þeim en Koldo vonast til þess að það hafi ekki mikil áhrif.

„Við erum í vandræðum á miðsvæðinu en við eigum von á miklum baráttuleik, við þurfum að stýra leiknum í önnur svæði á vellinum og við finnum vonandi leiðir til þess.''
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner