Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 13. október 2020 21:00
Aksentije Milisic
Firmino segir Coutinho vera einn sá besti í heimi
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino segir að Philippe Coutinho, samherji sinn hjá brasilíska landsliðinu, sé einn besti leikmaður heims.

Coutinho hefur byrjað tímabili vel hjá Barcelona en hann er aftur mættur þangað eftir tíma sinn hjá Bayern Munchen á láni.

Coutinho skoraði eitt mark í 5-0 sigri Brasilíu á Bólivíu í undankeppni HM og þá var hann arkítektinn á bak við flestar sóknir Brasilíu í leiknum.

Firmino, sem spilaði með Coutinho hjá Liverpool á árunum 2015-2018, segir hann var ótrúlegan leikmann.

„Þú verður alltaf að horfa á endursýningar til þess að sjá hvað hann gerir. Hann er ótrúlegur leikmaður," sagði Firmino

„Það var heiður að spila með honum hjá Liverpool og það er heiður að spila með honum hjá landsliðinu. Þetta er einn besti leikmaður heims."

Búist var við því að Coutinho myndi yfirgefa Barcelona endanlega en Ronald Koeman, nýr stjóri liðsins, tók það ekki í mál og telur hann vera einn af lykilmönnum liðsins. Coutinho hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í fyrstu þremur leikjum Börsunga í La Liga deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner