Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Í fimm leikja bann fyrir að kalla andstæðing homma
Mynd: Getty Images
Danska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Andre Riel, leikmann Lyngby, í fimm leikja bann í dönsku úrvalsdeildinni.

Riel fékk rautt spjald fyrir orð sem hann lét falla við andstæðing í leik gegn Sönderjyske á dögunum.

„Stattu upp, helvítis homminn þinn," sagði Riel við andstæðinginn þegar hann lá á vellinum.

Riel fékk í kjölfarið rautt spjald en hann endurtók orð sín á leiðinni út af vellinum.

Hinn þrítugi Riel verður nú í leikbanni í næstu fimm leikjum Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner