Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 13. október 2020 20:20
Aksentije Milisic
Solskjær vill fá Jules Kounde til Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá varnarmann Sevilla, Jules Kounde, til liðsins og gæti félagið reynt að kaupa hann í janúar glugganum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hversu mikið United vantar miðverði og hafa þeir sem eru nú þegar til staðar í liðinu, mikið verið gagnrýndir.

Kounde var orðaður við City í síðasta mánuði en Sevilla neitaði tilboði City í leikmanninn. Sevilla lét City vita að félagið þyrfti að borga 82 milljóna punda riftunarákvæði til þess að fá leikmanninn. City keypti Ruben Dias í staðinn á 64 milljónir punda.

Samkvæmt ESPN þá er Kounde orðinn skotmark United og gæti liðið reynt að fá leikmanninn þegar glugginn opnar aftur í janúar á næsta ári.

United er að reyna losa sig við Phil Jones og Marcos Rojo en hvorugur þeirra er í leikmannahópi United sem tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner