Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 13. október 2020 20:20
Aksentije Milisic
Solskjær vill fá Jules Kounde til Man Utd
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá varnarmann Sevilla, Jules Kounde, til liðsins og gæti félagið reynt að kaupa hann í janúar glugganum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hversu mikið United vantar miðverði og hafa þeir sem eru nú þegar til staðar í liðinu, mikið verið gagnrýndir.

Kounde var orðaður við City í síðasta mánuði en Sevilla neitaði tilboði City í leikmanninn. Sevilla lét City vita að félagið þyrfti að borga 82 milljóna punda riftunarákvæði til þess að fá leikmanninn. City keypti Ruben Dias í staðinn á 64 milljónir punda.

Samkvæmt ESPN þá er Kounde orðinn skotmark United og gæti liðið reynt að fá leikmanninn þegar glugginn opnar aftur í janúar á næsta ári.

United er að reyna losa sig við Phil Jones og Marcos Rojo en hvorugur þeirra er í leikmannahópi United sem tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner