Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 13. október 2020 16:53
Elvar Geir Magnússon
U21: Ísland lét tvö mörk í fyrri hálfleik duga í Lúxemborg
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúxemborg 0 - 2 Ísland (Leik lokið)
0-1 Ísak Óli Ólafsson ('30)
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen ('32)

Búið er að flauta til leiksloka í U21 landsleik Íslands í Lúxemborg. Strákarnir okkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleiken leikurinn er í undankeppni EM. Ekkert var skorað í seinni hálfleik.

Ísland komst yfir þegar Ísak Óli Ólafsson skoraði eftir hornspyrnu sem Ísak Bergmann Jóhannesson tók. Sveinn Aron Guðjohnsen tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar.

Ísland er enn með í baráttunni um að komast á EM. Efsta lið hvers riðils fer í loka­mótið ásamt einu liði sem nær besta árangri í öðru sæti. Önnur lið sem enda í öðru sæti fara í um­spil.

Riðill Íslands:
1. Ítalía - 7 leikir - 16 stig
2. Írland - 8 leikir - 16 stig
3. Ísland - 7 leikir - 15 stig
4. Svíþjóð - 7 leikir - 12 stig
5. Armenía - 7 leikir - 3 stig
6. Lúxemborg - 8 leikir - 3 stig

Lið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson (m) - FC Fredericia

Alfons Sampsted (f) - Bodö/Glimt
Ísak Óli Ólafsson - SönderjyskE
Ari Leifsson - Strömsgodset
Kolbeinn Birgir Finnsson - Dortmund

Kolbeinn Þórðarson - Lommel
('84 Kristófer Ingi Kristinsson - Grenoble)
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg
Andri Fannar Baldursson - Bologna
(51' Willum Þór Willumsson - BATE)
Ísak Bergmann Jóhannesson - Norrköping
('77 Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia)

Valdimar Þór Ingimundarsson - Strömsgodset
(77' Hákon Arnar Haraldsson - FCK)
Sveinn Aron Guðjohnsen - OB
(84' Ágúst Eðvald Hlynsson - Horsens)
Athugasemdir
banner
banner
banner