Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ederson vonast til að Vinicius Junior verði valinn bestur
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn Vinicius Junior og Spánverjinn Rodri eru taldir líklegastir til að vinna Ballon d'Or verðlaunin í ár.


Vinicius var í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina og spænsku deildina en hann skoraði 24 mörk og lagði upp 11 í 39 leikjum í öllum keppnum.

Rodri var hins vegar Evrópumeistari í sumar með spænska landsliðinu og vann ensku úrvalsdeildina með Man City og var algjör lykilmaður í liðinu.

Brasilíumaðurinn Ederson, markvörður Man City, vonast til að landinn sinn verði valinn bestur.

„Ég vona að Vini Jr vinni Ballon d'Or. Hann á það skilið miðað við allt sem hann gerði á síðustu leiktíð. Á hinn boginn þá verð ég ánægður ef Rodri vinnur," sagði Ederson.


Athugasemdir
banner
banner
banner