Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur lengi verið undir mikilli pressu en hann var mjög líklega á förum í sumar en félagið ákvað að lokum að semja við hann á nýjan leik.
Félagið ræddi meðal annars við Thomas Tuchel og Roberto De Zerbi en ekkert varð úr því að lokum.
Þýski miðillinn Bild greinir nú frá því að Sebastian Hoeness, stjóri Stuttgart, hafi rætt við Man Utd og verið mjög hrifinn af tilboðinu en hann hafnaði þeim.
Hoeness gerði frábæra hluti með Stuttgart á síðustu leiktíð en liðið endaði í 2. sæti á eftir Leverkusen og á undan Bayern. Hoeness taldi að hann ætti eitthvað eftir ógert hjá Stuttgart.
Athugasemdir