Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Næst bestur á eftir Rodri
Mynd: Getty Images
Martin Zubimendi, leikmaður Real Sociedad, er næst besti varnarsinnaði miðjumaður heimsins ef marka má orð Luis de la Fuente, þjálfara spænska landsliðsins.

Spánverjar eru án Rodri, sem hafnar líklegast í öðru sæti í kjörinu um Ballon d'Or sem fer fram í þessum mánuði og er því mikilvægi Zubimendi meira en áður.

Hann hefur getið sér gott orð í La Liga með Sociedad en De La Fuente er á því að miðjumaðurinn sé í sérflokki eins og Rodri.

„Við vitum nú þegar að Martin er frábær leikmaður. Hann er næst besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á eftir Rodri,“ sagði De La Fuente um Zubimendi.

Liverpool reyndi að fá Zubimendi í sumar en leikmaðurinn ákvað að hafna þeim rauðu og halda tryggð við Sociedad. Nú er Manchester City sagt skoða það að fá hann í janúar fyrir Rodri sem verður frá út tímabilið, en talið er ólíklegt að hann fari frá Sociedad á miðju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner