Martin Zubimendi, leikmaður Real Sociedad, er næst besti varnarsinnaði miðjumaður heimsins ef marka má orð Luis de la Fuente, þjálfara spænska landsliðsins.
Spánverjar eru án Rodri, sem hafnar líklegast í öðru sæti í kjörinu um Ballon d'Or sem fer fram í þessum mánuði og er því mikilvægi Zubimendi meira en áður.
Hann hefur getið sér gott orð í La Liga með Sociedad en De La Fuente er á því að miðjumaðurinn sé í sérflokki eins og Rodri.
„Við vitum nú þegar að Martin er frábær leikmaður. Hann er næst besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á eftir Rodri,“ sagði De La Fuente um Zubimendi.
Liverpool reyndi að fá Zubimendi í sumar en leikmaðurinn ákvað að hafna þeim rauðu og halda tryggð við Sociedad. Nú er Manchester City sagt skoða það að fá hann í janúar fyrir Rodri sem verður frá út tímabilið, en talið er ólíklegt að hann fari frá Sociedad á miðju tímabili.
Athugasemdir