Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 12:39
Magnús Már Einarsson
Fer Guardiola aftur til Bayern?
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gæti snúið aftur til Bayern Munchen á næstu árum.

Guardiola var sigursæll hjá Bayern 2013 til 2016 áður en hann fór til Manchester City en hann vann sjö titla hjá Bayern.

Þýska blaðið Bild segir að Guardiola sé ennþá í sambandi við stjórnarmenn Bayern og hann hafi heimsótt æfingasvæði félagsins fyrir nokkrum árum.

Bayern er í leit að eftirmanni Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. Ljóst er að Guardiola tekur ekki við Bayern á næstu vikum en hins vegar gæti eitthvað gerst næsta sumar eða í framtíðinni að sögn Bild.

Guardiola á ennþá íbúð í Munchen en fjölskylda hans hefur ekki verið ánægð í Manchester og eiginkona hans flutti aftur heim til Barcelona á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner