Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 13. nóvember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aldrei í lífinu langað meira til að kýla einhvern"
Peter Crouch.
Peter Crouch.
Mynd: Getty Images
Fyrrum sóknarmaðurinn Peter Crouch segist aldrei hafa viljað kýla neina manneskju jafnmikið og brasilíska bakvörðinn Marcelo árið 2011 í Meistaradeildarleik.

Leikurinn var fyrri leikur Tottenham og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið var á Santiago Bernabeu í Madríd, en Crouch var rekinn af velli í leiknum eftir aðeins 15 mínútur.

Crouch fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma, það seinna eftir brot á Marcelo, bakverði Real Madrid.

Spurs tapaði leiknum 4-0 og einvíginu samanlagt 5-0. Brekkan var brött eftir brottvísun Crouch og hann á enn erfitt með að sætta sig við hana - níu árum síðar.

„Ég sat í búningsklefanum með handklæði yfir höfðinu og heyrði þegar mörkin komu. Ég hugsaði með mér: 'Þetta er mér að kenna'. Það var lágpunktur og mikil eftirsjá," sagði Crouch í hlaðvarpi Paddy Power.

„Í fyrra spjaldinu var ég of spenntur þegar ég braut á Sergio Ramos. Í seinna spjaldinu snerti ég ekki Marcelo. Hann hoppaði upp í loft og rúllaði sér, og í ákveðnu sjónarhorni sést hann líta á dómarann og fagna rauða spjaldinu. Svo hoppar hann upp aftur."

„Aldrei í lífinu hefur mig langað meira að kýla einhvern. Þetta var sigur fyrir þá. Þeir unnu leikinn og léku á mig."


Athugasemdir
banner
banner
banner