Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 landsliðið getur enn komist í lokakeppni EM
Súrt tap var niðurstaðan gegn Ítalíu í gær.
Súrt tap var niðurstaðan gegn Ítalíu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við eigum enn möguleika á að komast í lokakeppnina.
Við eigum enn möguleika á að komast í lokakeppnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið karla þurfti að sætta sig við súrt tap gegn Ítalíu í undankeppni EM í gær.

Willum Þór Willumsson skoraði mark Íslands í 1-2 tapi. Tommaso Pobega, sem leikur hjá Spezia á lánssamningi frá AC Milan, skoraði bæði mörk ítalska liðsins. Sigurmarkið kom á 88. mínútu.

Ísland á eftir tvo leiki í riðlinum, en óvíst er hvort liðið muni spila gegn Armeníu. Talið er mögulegt að lið Armeníu verði dæmt úr keppni vegna stríðsástands sem ríkt hefur í landinu.

Óvissuástandið með Armeníu er athyglisvert upp á stöðuna í riðlinum að gera.

Í þessari undankeppni fara sigurliðin í riðlunum níu beint á mótið og fimm lið með bestan árangur í öðru sæti komast einnig á mótið, sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu. Það er ekkert umspil í ár eins og venja er, vegna kórónuveirufaraldursins.

Það er þannig með liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum, að árangur gegn neðsta liði hvers riðils er ekki tekin með inn í jöfnuna, nema í riðli 9 þar sem eru fimm lið í riðli - ekki sex eins og í öllum hinum riðlunum. Í riðli Íslands, sem er riðill 1, er Lúxemborg neðsta liðið sem stendur en Ísland hefur unnið báða leiki sína gegn Lúxemborg.

Armenía og Lúxemborg eru langslökustu liðin í riðlinum og eru bæði með þrjú stig, en Armenía er fyrir ofan á innbyrðis viðureignum.

Írland er í augnablikinu í öðru sæti í okkar riðli með einu stigi meira en við Íslendingar. Írland er með 13 stig í leikjum sínum gegn liðunum í riðlinum fyrir utan Lúxemborg.

Ísland er þessa stundina með níu stig gegn liðunum fyrir utan Lúxemborg. Næsti leikur okkar er við Írland, en það er leikur sem við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast í lokakeppnina. Við verðum einnig að treysta á það að Svíar tapi fyrir Ítalíu.

Öll liðin hafa núna leikið átta leiki í riðlinum. Ísland og Svíþjóð, tvö lið sem eru í baráttu um að komast í lokakeppnina, eiga leik eftir við Armeníu en spurning er hvað verður gert í þeim málum. Ef Ísland væri dæmdur sigur gegn Armeníu þá færum við upp í 12 stig gegn liðunum fyrir utan Lúxemborg, neðsta liði riðilsins. Ef við myndum svo leggja Írland að velli og ná öðru sæti, þá myndum við enda með 15 stig (21 heilt yfir). Hvort það dugi svo til að komast á mótið, það þarf að koma í ljós.
Athugasemdir
banner