Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 13. nóvember 2024 11:14
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Bræðurnir reyna að „veiða atkvæði“ í landsliðshópnum
Icelandair
Brynjólfur og Willum Willumssynir á landsliðsæfingu í morgun.
Brynjólfur og Willum Willumssynir á landsliðsæfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Willumssynir eru í íslenska landsliðshópnum sem er á Spáni að búa sig undir komandi landsleiki, útileikina gegn Svartfjallalandi og Wales.

Willum spjallaði við Fótbolta.net á La Finca hótelinu og var spurður að því hvort það væri ekki gaman að hafa bróður sinn með í hópnum. Willum leikur fyrir Birmingham en Brynjólfur fyrir Groningen.

„Það er mjög gaman. Við hittumst ekki mikið þar sem ég spila á Englandi en hann Hollandi. Það er gaman að fá tíma saman. Við getum aðeins tekið stöðuna og rætt málin. Við heyrumst líka saman vikulega en gaman að hitta hann," segir Willum.

Eins og alþjóð veit er faðir þeirra Willum Þór Þórsson hæstvirtur heilbrigðisráðherra og er í kosningabaráttu núna með Framsóknarflokknum. Eru bræðurnir ekkert að spjalla um kosningarnar?

„Lítið en jújú, við erum eitthvað að reyna að veiða atkvæði hér," segir Willum yngri léttur.
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Athugasemdir
banner