Howard Webb, yfirmaður dómaramála á Englandi, hefur viðurkennt að Manchester United hefði ekki átt að fá á sig vítaspyrnu undir lokin gegn West Ham þann 27. október.
West Ham vann leikinn 2-1 en sigurmarkið kom úr umdeildu víti í lokin. Um var að ræða síðasta leikinn sem Hollendingurinn Erik ten Hag stýrði United í.
West Ham vann leikinn 2-1 en sigurmarkið kom úr umdeildu víti í lokin. Um var að ræða síðasta leikinn sem Hollendingurinn Erik ten Hag stýrði United í.
Matthijs de Ligt, varnarmaður Man Utd, var metinn brotlegur eftir baráttu við Danny Ings.
Michael Oliver var myndbandsdómari í leiknum en hann mældi með því að gefa vítaspyrnu. Hinn umdeildi David Coote dæmdi leikinn en hann skoðaði atvikið í skjá við hliðarlínuna og benti svo á vítapunktinn.
Ten Hag var svo rekinn minna en sólarhring eftir leikinn.
Webb sagði við Sky Sports að mistök hafi verið gerð í þessu atviki. „Mér fannst VAR (myndbandsdómarinn) lesa þetta atvik vitlaust," sagði hann.
VAR á bara að skipta sér af þegar um augljós mistök er að ræða. „Ég held að þetta sé staða þar sem við myndum skilja ákvörðunina á vellinum eins og hún er, líklega hvernig sem hún er. Þegar á allt er litið þá held ég að þetta sé ekki vítaspyrna," segir Webb.
Þetta var svo sannarlega dýrkeypt ákvörðun fyrir Ten Hag og hún kostaði Man Utd tvö stig. Samskiptin á milli dómarana í þessu atviki hafa verið birt en þau má sjá hér fyrir neðan.
???????? - the VAR mic footage of De Ligt’s penalty conceded vs West Ham has been RELEASED!pic.twitter.com/8hr9PmTTaX
— The 44 ?? (@The_Forty_Four) November 13, 2024
Athugasemdir