Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 13. desember 2021 11:55
Elvar Geir Magnússon
Mistök í Meistaradeildardrættinum - Verður dregið aftur?
Mynd: Getty Images
Mistök voru gerð þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar áðan. Athygli vakti þegar Manchester United kom upp úr pottinum gegn Villarreal en liðin voru saman í riðli og geta því ekki mæst.

Önnur kúla var þá tekin upp í staðinn og Manchester City kom upp.

Í ljós hefur komið að mistök voru gerð og kúla Manchester United var ekki í pottinum þegar mótherji Atletico Madrid var síðan dreginn upp. Í lokin dróst United svo gegn PSG.

Spurning er hvort dregið verði upp á nýtt? Beðið er viðbragða frá UEFA sem er væntanlega með neyðarfund vegna málsins.

UPPFÆRT 12:11: UEFA hefur staðfest við Mirror að verið er að skoða Meistaradeildardráttinn og rætt um hvort það þurfi að draga upp á nýtt.

BENFICA - REAL MADRID
VILLARREAL - MANCHESTER CITY
ATLETICO MADRID - BAYERN MÜNCHEN
SALZBURG - LIVERPOOL
INTER - AJAX
SPORTING LISSABON - JUVENTUS
CHELSEA - LILLE
PSG - MANCHESTER UNITED


Athugasemdir
banner
banner