Elías Rafn Ólafsson gæti verið frá næstu mánuðina eftir að hafa meiðst í leik Midtjylland gegn Porto í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Hann fann fyrir miklum sársauka í gær og var fluttur beint upp á sjúkrahús.
Danska félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að það sé brot í hönd Elíasar og að hann þurfi líklegast að fara í aðgerð.
Danska félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að það sé brot í hönd Elíasar og að hann þurfi líklegast að fara í aðgerð.
Elías er 24 ára og hefur verið aðalmarkvörður Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa leikið á láni í Portúgal á síðasta tímabili.
Tímasetningin gæti reyndar verið verri því að Midtjylland spilar ekki fleiri leiki á þessu ári og næsti leikur er ekki fyrr en 23. janúar gegn Ludogorets í Evrópudeildinni. Hlé er á deildarkeppninni í Danmörku fram í febrúar.
Jonas Lössl kom inn í mark Midtjylland í gær og verður að öllum líkindum í marki liðsins í fjarveru Elíasar.
Athugasemdir