
Möguleiki er á að Samúel Kári Friðjónsson yfirgefi Valerenga á næstunni og rói á önnur mið.
„Það gæti verið en ég get ekki sagt meira að svo stöddu," sagði Samúel Kári við Fótbolta.net í Katar í dag.
Samúel Kári var í HM hópi Íslands síðastliðið sumar en eftir að hann kom aftur til Valerenga eftir mótið í Rússlandi fékk hann fá tækifæri. Samúel spilaði einungis fimm leiki með Valerenga eftir HM eftir að hafa verið í lykilhlutverki fram að því.
„Það var ákveðið sem kom upp á í sumar," sagði Samúel sem vildi ekki gefa meira upp um það af hverju hann datt úr myndinni hjá Valerenga á síðasta tímabili.
Hinn 22 ára gamli Samúel er uppalinn hjá Keflavík en hann lék með Reading áður en hann fór til Valerenga sumarið 2016. Hann spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð á föstudag og er spenntur fyrir leiknum gegn Eistlandi á morgun.
„Eistararnir eru sterkir. Þeir tóku Finna, en það er bara tilhlökkun fyrir þann leik," sagði Samúel.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir