Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. janúar 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: PAOK varð af dýrmætum stigum í Íslendingaslag
Sverrir Ingi Ingason hefur spilað vel með PAOK
Sverrir Ingi Ingason hefur spilað vel með PAOK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, gerði markalaust jafntefli við Guðmund Þórarinsson og félaga í OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Íslendingarnir tveir spiluðu báðir allan leikinn en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir PAOK tókst liðinu ekki að skora.

Liðið hélt bolta vel og skapaði sér færi en það þurfti að sætta sig við stig í þetta sinn.

Nú á liðið hættu á því að missa topplið Panathinaikos lengra frá sér í toppbaráttunni en nú eru sex stig á milli liðanna. OFI er á meðan í ellefta sætinu.

Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson byrjuðu báðir er Atromitos gerði 1-1 jafntefli við Lamia. Þeir áttu í raun báðir þátt í markinu en markvörðurinn varði skot Viðars Arnar áður en Samúel mætti og truflaði varnarmanninn áður en Dorin Rotariu skoraði.

Íslendingarnir fóru báðir af velli rúmum tíu mínútum fyrir leikslok en Atromitos er í 7. sæti með 23 stig undir stjórn Chris Coleman.
Athugasemdir
banner
banner
banner